þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Living with war

“I'm living with war everyday
I'm living with war in my heart everyday
I'm living with war right now
And when the dawn breaks
I see my fellow man
And on the flat-screen we kill and we're killed again
And when the night falls, I pray for peace
Try to remember peace”

Þegar snjónum kyngir skyndilega niður á Íslandi flykkjast krakkarnir í hverfinu út að leika. Ekki ég. Ég hef séð snjó skrilljón sinnum. Er hættur að taka eftir honum.

Í sumar voru krakkarnir alltaf að gefa öndunum. Ekki ég. Ég hef séð fugla svo oft í gegnum tíðina að ég veit ekki lengur af þeim.

Í fréttunum eru enn á ný frásagnir af afleiðingum Íraksstríðs. Orðnar jafnhversdagslegar og veðurfréttir. Stundum slökknar á mér þegar talað er um Írak. Mannsföllin eru svo hversdagsleg að ég hætti að heyra.

Samt er það svo að á síðustu tveimur árum hafa rúmlega 4.000 lögreglumenn verið drepnir í Írak. Um 900 árásir eru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í hverri viku. 85% bandarískra hermanna í Írak telja að stríðið í Írak sé að miklu leyti til að hefna fyrir þátt Íraka í hryðjuverkunum 11. september. 77% þeirra halda að Íraksstjórn hafi sérstaklega stutt við bakið á Al-Kaída. U.þ.b. 50.000 íraskir borgarar hafa látist af völdum stríðs síðan það hófst. 700 í síðustu viku.



‘I’m living with war everyday’ sagði Neil Young mér um daginn. Stríðsplatan hans hefur loksins ratað á grammófóninn minn. Það er kúl þegar lífið hefur ekki murrkað hugsjónirnar úr gömlum köllum. Hann minnir smá á Ómar Ragnarsson.