þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Netþjónninn ég

Nenni ekki að elda í dag. Óþarfi að gera það alltaf sjálfur. Meira að segja litla gula hænan fer stundum út að éta. Þó ekki á KFC. Hér er því tilbúinn matur:

Forréttur:
Meira að segja Titus Bramble myndi hlæja að þessum vinnubrögðum.

Aðalréttur:
Veislumatur sem ég fann á svokölluðu mæspeisi. Miklir fagmenn á ferð og mæli ég með ‘The Ballad of Dallas’. Fronturinn, Bo Pálsson (aukasjálfið hans heitir Reverend Dallas), er svar Hvammahverfisins við Jim Morrison. Let’s get it on...

Eftirréttur:
Apalag Belle & Sebastian af skoskri barnaplötu veitir Íslendingum kannski huggun gegn þeim harmi að vera apalaus þjóð. Apalaust land er land smáborgara og durta. Verður vonandi kosningamál í vor.

Verði ykkur að góðu.