föstudagur, september 29, 2006

Kópavogur

Það að keyra um í ormabælinu Kópavogi er eins og að fara í hollinn-skollinn. Maður veit aldrei hvar maður endar. Ein vitlaus beygja og maður gæti týnst að eilífu. Ég vil meina að ástæða þess að Kópavogur varð skyndilega næststærsta sveitarfélag landsins sé sú að fjöldi manna hafi týnst þar og ekki komist til síns heima.

Kópavogur er líka fullkomlega sálarlaus bær. Miðbæjarlaus og asnalega endilangur. Ég hef framkvæmt margar rannsóknir og komist að því að mér rís ekki hold þegar ég er í Kópavogi.



(Í ljósi síðustu færslna gæta ég máski gert að höfundarverki mínu að skrifa níð um alla bæi landsins ekki ólíkt hugmynd Sufjan Stevens um að gera plötu um hvert fylki í Bandaríkjunum. Ég treysti mér í það minnsta fyllilega til að skrifa doktorsritgerð um vankanta Raufarhafnar.)