fimmtudagur, september 14, 2006

In another land

“Then I awoke,
was this some kind of joke?
Much to my surprise
I opened my eyes”


Þó mannskepnunni hafi tekist að fljúga um háloftin og jafnvel komið manni á sjálft tunglið gengur illa að koma kvenmanni á ritstjóra þessa bloggs. Lánleysi mitt í þessum efnum kallaði nú í sumar á drastískar aðgerðir þegar ég ákvað að reyna fyrir mér í landi afar lágra fegurðarstuðla. Ég fór við annan mann til höfuðborgar Skotlands, þar sem ófrýnileg tröll og illir skrattar eru á hverju strái.

Í þessu ókunnuga og mistíska landi átti ég stutt kynni við nokkrar ótótlegar nornir en þegar þær voru við það að hneppa mig í álög kom samferðarmaður minn mér ávallt til bjargar. Edinborg er borg andstæðna. Sjálf er hún gullfalleg og náttúruundrin algjör einsdæmi en íbúarnir eru um leið margir hverjir alveg drullukyndugir í útliti. Að minnsta kosti sumir. Það kom allavega fyrir að léttur Star-Trek-ráðstefnufílingur sveif yfir köstulum.

Ferðin reyndist árangurslaus með öllu en samt alveg viðburðarrík og skemmtileg. Næsta örvæntingarfulla veiðiferð verður hins vegar á stað þar sem ástandið á að vera enn verra; á sjálfan Sólon. Reynið bara að stoppa mig.