þriðjudagur, maí 16, 2006

The perfect storm

Siggi Stormur á Stöð 2 er ömurlegur veðurfréttamaður. Hann er ekki ófrýnilegur í útliti, ekki með einkennilegan tón í röddinni, hvorki vandræðalegur né asnalegur og aldrei í ljótum jakka sem passar ekki við buxurnar. Hann stendur heldur aldrei álkulegur í fimm sekúndur áður en hann byrjar að tala eins og aðrir veðurfréttamenn. Hvernig fékk hann djobbið?