sunnudagur, maí 14, 2006

A well respected man?

“And he likes his own backyard and he likes his fags the best
Cos he's better than the rest and his arm sweat smells the best
And he hopes to grab his father's loot when Pater passes on
Cos he's oh so good, and he's oh so fine
And he's oh so healthy in his body and his mind
He's a well respected man about town
Doing the best things so conservatively”


Dreymdi í nótt mann sem fór í gegnum lífið án þess að hugsa.

Kornungur ákvað hann að fylgja öllum ákvörðunum og stefnumálum stjórnmálaflokksins sem pabbi hans vann stundum fyrir. Hann kaus alltaf sama draslið og tók alltaf upp hanskann fyrir flokkinn. Þetta var stór flokkur og í skjóli fjöldans sem studdi hann var nokkuð auðvelt að sannfæra sig um að allar ákvarðanir flokksmanna væru réttar, jafnt stórar sem smáar. Gaurinn var líka í trúarsöfnuði sem státaði af langri sögu og ævafornum hefðum. Þannig þurfti hann ekki að mynda sér skoðanir á siðferðislegum efnum, þær voru þegar skjalfestar í trúargögnum safnaðarins. Frá barnæsku hélt hann með Liverpool í ensku deildinni og alltaf stóð hann eins og klettur á bakvið allar ákvarðanir sem teknar voru á Anfield Road. Hann fann sér einnig snemma konu sem hann horfði á ædolið og basselörinn með. Þau áttu tvo eins leisíbojstóla og alveg eins rauða Kilmarnock-útivistargalla. Það var nú samt ekkert á milli þeirra nema hamingjan sem skildi þau að.

Hann haslaði sér völl sem bankamaður. Lærði reyndar fyrst viðskiptafræði alveg eins og pabbi hans. Á sínum yngri árum var hann svo duglegur að hann borðaði nær alltaf 1944 í kvöldmat. Stundum mismælti hann sig þegar hann ætlaði að kveðja konuna sína og í stað þess að segja ‘sjáumst’ sagði hann óvart ‘nasdad’. Hann hafði líka lítinn tíma til að leiðrétta sig. Og aldrei hugsaði hann. Þurfti þess ekki. Þótti betra að venja sig af því strax.



Eða hvað? Eru svona menn nokkuð til? Ert þú kannski þessi maður? Við öll nokkuð?