Daniel
Daníel ferðast í nótt með flugvél. Ég get séð rauðu afturljósin á leið til Skotlands. Og ég sé Danna veifa bless. Guð, þetta líkist Danna. Hljóta að vera skýjahnoðrar í augum mér.
Danni, bróðir kær, þú ert eldri en ég. Finnurðu enn sársaukann eftir örin sem ekki gróa? Augu þín eru dauð. En samt sérðu meira en ég. Daníel, þú ert stjarna í hvelfingu himins.
…
Danni fer að splitta til Edinborgar hvað úr hverju. Þar mun hann reyna að öðlast MWA-gráðu í ljósorku sem gefur honum rétt til þess að starfa sem ljósmóðir. Merkilegt hvað menn nenna að leggja svona upp í hunderfitt framhaldsnám í öðru landi. Það góða er að maður hefur jú val. Getur skrifað doktorsritgerðir og háfræðilegar skýrslur eða bara borðað ís með dýfu og horft á Seinfeld.
<< Heim