föstudagur, september 29, 2006

Dirty old town, dirty old town

“We’re like two lost souls swimming in a fish bowl, year after year,
Running over the same old ground, what have we found?
the same old fears,
wish you were here”


Nokkur atriði sem eru að brjótast um innra með mér þessa dagana:

1) Það að troða öllum Hafnfirðingum undir eitt þak í þeim tilgangi að drekka og rugla í heilt kvöld (eins og síðastliðið laugardagskvöld) jaðrar í aðra rönd við úrkynjun. Á þessum böllum er alltaf sama fólkið. Talandi um sama fólkið. Saumaklúbburinn Ísland. Og manni líður eins og maður sé á sama ballinu og í fyrra og hittífyrrra og hittíhittífyrra. Algjör firra. Er enn að vinna úr þessu.

Eitt mökk valið af handahófi:
Kexölvuð hjón völsuðu að mér við barinn og spurðu í eftirvæntingu hvað ég hefði í glasinu mínu. Þegar kom á daginn að það var ginsull en ekki sevenöpp tók konan flugvélafagnið og kyssti mig. Kemur á daginn að þetta fólk hafði veðjað upp á hvort ég drykki yfir höfuð eður eigi. Þetta fólk þekki ég frekar lítið. Gruna þó að það eigi við veðmálafíkn að stríða.

2) Ég er að upplifa fáranleg flassbökk frá grunnskólaárum mínum. Hver dagur hjá mér er ríjúnjon. Ég lifi á plánetunni 1992 (hef meira að segja verið gemsalaus í nokkra daga). Ekki nóg með að Kiddi og Gunni skoppi um heimili mitt alla daga eins og heimiliskettir heldur var ég næstum búinn að keyra á Ágústu Sigurjóns og son hennar í dag. Þetta fólk er út um allt.

3) Einhverra hluta vegna fór ég inn í Garðabæ að versla áðan.

Mér finnst ég vera eiginlega alla daga á sama helvítis ballinu. Í sama hjúpnum. Fer á sömu staðina á hverjum einasta degi. Eins og gerpið í Truman Show. Svona boy-in-the-bubble-fílingur. Langar helst að venda kvæði mínu í kross og gerast böskari í Edinborg. Er með gistingu þar skilst mér.