Rokkgáta
Gátufaraldur ríður yfir netlendinga. Sökum greindarskorts get ég ekki tekið þátt í þeim en sökum dómgreindarskorts ákvað ég að búa til eina þegar ég átti að vera að skrifa ritgerð. Reglurnar eru þær að ráða þarf fyrst liðina fjóra og finna svo hvað allir eiga sameiginlegt. Sá hefur leyst gátuna sem hefur öll fimm svörin á reiðum höndum (þ.e. 1, 2, 3, 4 og sjálfa spurninguna). Rétt er að taka fram að þetta fyrirkomulag er ekki stolið frá neinum.
1. Hann var yngstur þeirra fjögurra en var samt næstfyrstur til að gefa upp öndina.
2. Þeir voru frá Birmingham og kölluðu sig í fyrstu Polka Tulk.
3. Hann fæddist 1943 og hlaut skírnarnafnið George. Hann var staddur á Íslandi á þessu ári.
4. Hljómsveitin hóf störf 1988 en allir meðlimir höfðu áður unnið með þekktum sveitum. Fyrsta lagið þeirra hét “Sameiginlegt”.
…
5. Hvað eiga allir þessir sameiginlegt?
Svör sendist í krg4@hi.is. Bjór er í verðlaun og verður sendur um hæl í viðhengi.
<< Heim