föstudagur, desember 08, 2006

Bull, ergelsi og firra

“Have yourself a merry merry Christmas
Have yourself a good time
But remember the kids who got nothing
While you're drinking down your wine

Father Christmas give us some money
We've got no time for your silly toys
father Christmas please hand it over
We'll beat you up so don't make us annoyed”


Óðum styttist í verslunarmannahelgina. Fólk er því strax byrjað að þramma um kringlurnar í leit að drasli. Drasl umlykur jólin. Jólaskraut, englar, sveinkar, músastigar og hvað þetta heitir – allt er þetta eðaldrasl.

Verst er samt þegar markaðsfræðingarnir taka drasl, dulbúa það sem algjört þarfaþing og auglýsa það svo villt og galið. Þeir töfra fram tilgangslaust en vel auglýst djönk sem þeir selja á 5.990 eða 16.990 (því þeir vita að við vitum að það er alltaf hagstætt að kaupa hluti sem enda á 990 kr.). Fyrir hver jól auglýsa menn glænýtt gismó sem 'enginn getur verið án'. Þessu drasli er yfirleitt beint að börnum sem linna ekki látum fyrr en foreldrar þeirra kaupa það og tryggja um leið að allir brosi pottþétt á aðfangadagskvöld. Á annan í jólum er draslið hins vegar komið inn í geymslu.

Tilgangur jólanna er að sjá í gegnum þetta plott. Passa að uppbyggilegar gjafir séu í öndvegi, bæði í pakkanum og á óskalistanum. Það geri ég. Geri heldur ekki miklar kröfur í ár. Skelfirinn er í raun það eina sem mig langar í. Og diskurinn með Helga úr ædolinu. Dey sáttur ef ég fæ þetta tvennt.

Svo má heldur aldrei gleyma að hugsa til allra barnanna í þriðja heiminum. Þau fá yfirleitt bara bækur í jólagjöf.