föstudagur, október 14, 2005

Klukkedíklukk

Ég les alveg blogg. Ekki af því að blogg eru skemmtileg eða af því að ég hafi alltaf rosalega lítið fyrir stafni heldur vegna þess að ég er forvitinn. Fæ perverskt forvitniskikk út úr því að lesa skrif fólks sem ég jafnvel þekki ekki neitt. Byrja að anda hraðar, svitna og þukla stundum á mér. Algjör afbrigðilegheit einhver. Er svona eins og maðurinn í DV sem átti vingott við hesta nema ég les blogg og hef aldrei farið á bak hesti nema einu sinni.

En þessa dagana eru vandkvæði í paradís. Allir bloggarar eru hreint helteknir af einhverri klukkedíklikkviðurstyggð sem fer eins og eldur í sinu um alnetið. Og það þykir mér leiðinlegt. Ég fæ nefnilega alltaf óþægilegan hroll þegar ég sé að fólk er í asnalegum leikjum. Og þetta klukkerí minnir mig á þegar ég var 13 ára, við það að fermast og fór óvart með vini mínum á kristilegt samkvæmisleikjakvöld niðri í Hafnarfjarðarkirkju. Þar skríkti hópur geðfatlaðra fermingarbarna með freðin brjálæðingabros framan í sér og einhver æskulýðsforinginn stjórnaði hverjum leiknum á fætur öðrum í takt við gleðirokurnar í krökkunum. Þetta var svona flanderísk samkoma. Ég varð einhverra hluta vegna nær stjórnlaus af reiði út í þetta fólk og langaði helst að öskra af öllum sálar kröftum: ‘Hvað er að ykkur öllum?’.

Mórall þessarar frásagnar er semsagt að ég er bara of kúl fyrir klukkið. Ef ég verð klukkaður (sem ég vona svo sannarlega að gerist aldrei) verð ég í stikki. Í stikki að eilífu.