fimmtudagur, október 06, 2005

Óþarfa rugl

Var einu sinni að þjálfa snemma á sunnudegi. Komu þá tvíburar á æfinguna með föður sínum og var annar þeirra háskælandi. Hann kom ekki upp orði og var sem í losti. Spurðist ég því fyrir um ástand drengsins og sat tvíburabróðir hans fyrir svörum:

“Tja... við vorum bara heima að rista brauð þegar pabbi fór á klósettið. Þá datt bróður mínum í hug að rista rúsínur og við skelltum nokkrum á gaffal og ristuðum. Skyndilega fór allt rafmagn af íbúðinni og brósa brá svo að hann hefur ekki hætt að grenja síðan.”

...

Ég á alveg eftir að sakna þess að þjálfa. Maður mun allavega heyra minna af svona helvítis rugli og vitleysu.