“Jújú, það gengur bara vel í skólanum... Bara mjög gaman”
Já, það er óhætt að segja að þetta hafi verið rosalegur leikur. Vissi auðvitað að þetta yrði bötterfitt. Enda lentum við strax undir. Lítið hægt að gera við því. En svo áttum við virkilega góða sókn, einnar snertingar spil og ég fékk frábæra vippu innfyrir, tók tvöföld skæri og ætlaði að sóla markmanninn en hann bara slátraði mér. Beint rautt og víti auðvitað. Ég setti hann úr vítinu, sendi varakíperinn í rangt horn. Fékk svo annað færi skömmu síðar, eða meira svona hálffæri en markmörðurinn blakaði honum yfir. Í seinni hálfleik gekk vel að nýta okkur liðsmuninn og við yfirspiluðum þá. Ég kom okkur yfir snemma með góðu skoti með vinstri. Gulltryggði svo sigurinn alveg undir lokin með góðu marki. Tók hann á kassann og lyfti yfir markmanninn. Endaði 3-1. Var svo valinn maður leiksins í SMS-kosningunni. Það kom eiginlega enginn annar til greina.
Allt þetta náði ég að afreka í fyrirlestri í dag á meðan prófessor Guðrún Þórhallsdóttir rausaði um forngermanskar orðmyndir, muninn á samlögun og samfalli og eðlismun langra og stuttra rótaratkvæða.
Það verður að minnsta kosti ekki af mér tekið að ég mætti í helvítis tímann.
<< Heim