þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Gamli bærinn sem fóstraði mig*

Ég er ekki að fíla að helvítis Keflvíkingar séu að reyna að koma bænum sínum á kortið sem víkingapleisi. Að sveitarfélög hnupli hálfpartinn hugmyndum í stað þess að finna sín eigin sérkenni. Spurning um að svara í sömu mynt, ræna Rúna Júl og heimta að fá víkingaskipið þeirra í lausnargjald. Eða að loka Keflavíkurveginum svo fólk komist ekki til þessa krummaskuðs. Helvítis Keflvíkingarnir eiga sér það reyndar kannski til málsbótar að það er í anda víkinganna að ræna, hvort sem það eru hugmyndir eða eitthvað annað. Svo er líka himinhá glæpatíðni í þessu syndabæli suðursins. Þó þeirra glæpamenn berjist ekki með öxum eins og okkar.

Í kjölfar þessa leiðindamáls hef ég svolítið verið að hugleiða hvað mitt bæjarfélag geti gert til að efla ímyndina og auka ferðamannastraum. Ég vil meina að fyrst og síðast vanti okkur alvöru lukkudýr (gaflaradúkkan er náttúrulega hjákátleg). Hafnarfjarðardvergurinn gæti komið sterkur inn. Alvöru úfmæltur dvergur í ofurhetjustíl, með skikkju, í latexgalla og með vitann á kviðnum. Hann yrði í fullu starfi, tæki á móti öllum sem flytja í bæinn og væri viðstaddur allar helstu samkomur. Á 17. júní yrðu hátíðarhöldin ávallt sett með því að skjóta honum úr fallbyssu á Víðistaðatúni.

Eða að setja á laggirnar hið íslenska gimpasafn að fyrirmynd gamla sædýrasafnsins. Safna saman helstu furðufuglum okkar, kenna þeim sniðug trix og setja í búr. Frík eins og Bobby Fisher, Halli pólfari, Ástþór Magg, Gillzenegger og Jónína Ben koma upp í hugann. Sérstök hljómsveit íslenskra fáráðlinga með gítareigandann Árna Johnsen og Leonsí í broddi fylkingar gæti spilað á góðum stundum. Hafnarfjarðardvergurinn væri auðvitað safnstjóri og myndi leiða gesti og gangandi um safnið.

Eða að hasla okkur völl sem geifrendlí bæ. Friskó Íslands. Hinn hýri Hafnarfjörður.

Eða að láta Dengsa og Dolla syngja saman smellið sönglag... nei það er víst búið að gera það.

Eða að koma upp amersýktu samfélagi á Völlunum eins og Keflvíkingarnir.

...

Nóg komið af pólítík í bili. Þetta er þó bara snefill af hugmyndum mínum um bæjarmál. Mín helstu tromp bíða betri tíma.


*Fyrirsögn stolin frá keflvískum Hljómum