sunnudagur, desember 10, 2006

Stóra Bretland

Sírenuhljóð stórborgar öskra út í kvöldið sem ég rita þessi orð í hrörlegri íbúð við Watson Crescent í Edinborg. Hundur geltir og annað slagið heyri ég í aröbum að rífast. Þetta hafa verið erfiðir dagar sem au pair hjá hinum hortuga McDaniel.

Samt er allt hálfkyrrlátt. Daníel húsbóndi sefur vært inni í herbergi og ég get nýtt þetta dýrmæta augnablik í fullkomnum friði og ró. Búinn að vera að skoða klám og svona. Datt inn á háklassa einhyrningasíðu.

Nú er hins vegar tækifærið til að blogga. Málið er að við Danni erum einir eftir í einkennilegri bloggkeppni sem við settum á fyrir nokkrum vikum. Allir þurftu að blogga fjórum til fimm sinnum í viku og sá sem stendur einn eftir fær góða slummu af hágæða bjóröli. Í þessari viku á ég eftir að setja inn tvær færslur. Og meðan á dvöl minni hjá herra McDaniel í Edinborg hefur staðið hefur asnakjálkinn bannað mér að nota bölvaða tölvuna svo hann beri sigur úr býtum.

Annars talar Danni svolítið upp úr svefni. Umlar mikið meðan ég er að skrifa þetta. Heyrðist hann segja: “Ég dýrka Abba”. Svo var hann eitthvað að tala um að hann langaði í brjóstaaðgerð. Hann er líka ljótur þegar hann sefur. Slefar mikið og tungan lafir bara út í loftið.

Hundurinn er hættur að gelta. Arabarnir væntanlega á bak og burt líka. Fast Show byrjað í tévaffinu. Vona bara að gerpið sofi áfram.