fimmtudagur, desember 14, 2006

Jólarokkgáta

Ný gáta hefur verið smíðuð en þessi er ekki venjuleg rokkgáta eins og svínagátan um daginn heldur alvöru jólarokkgáta. Spurt er um fjögur lög og svo hvað þau eiga sameiginlegt.

1. Stemmning sem ekki hefur tíðkast hérna síðan árið 1969.
2. Þegar ég þurfti á sólskini að halda rigndi.
3. Þegar Fanney var sú eina sem sendi kveðjur til allra.
4. Í fæðingarbæ mínum bjó maður sem sigldi til hafs.
5. Hvað eiga lögin fjögur sameiginlegt?

Enn á ný skal skila tilgátum á rafrænum pósti á rafrænt heimili mitt (krg4@hi.is) og enn á ný er bjór í fundarlaun (þó ekki venjulegur bjór heldur alvöru jólabjór).