sunnudagur, desember 10, 2006

Stóra Bretland II

Annars er ég bara góður. Byrjaði trippið þó frekar illa. Ætlaði að koma Danna á óvart og færa honum íslenskt vatn í nokkrum flöskum en þær voru teknar af mér strax á flugvellinum. Í kjölfarið var ég tekinn inn í skrýtið herbergi og naugðað með hnefa. Þarf alltaf að sitja á púða núna. Vona að það gangi betur með skoska vatnið á heimleiðinni.

En eftir þetta fór að rætast úr ferðinni. Hitti vinina í Baggalúti í fríhöfninni og komst loksins að því hver Enter, fyndnasti maður Íslands, er í raun. Tapaði reyndar fyrir skoskum kvenkennara í billjarð á föstudagskvöldið en vann tapsáran Englending skömmu síðar. Sá ruddaleik Hearts og Motherwell á Tynecastle í góðri stemmningu. Svolgraði svo niður þýsku jólalímvíni í jólaþorpinu. Drakk í mig skoska menningu og hristi af mér skoska menningartimburmenn daginn eftir. Á morgun er það svo bjór og jólagjafir. Næsta skref að vekja hrúguna í svefnherberginu og draga hana með á pöbbinn. Spurning um nokkra gula og sveitta og fara svo í bæinn að skoða kjeeellingar. Í versta falli kjeeestalann.