Við eigum einn besta semballeikara í heimi!
Held að bloggið mitt sé í tilvistarkreppu. Ég veit ég ekki alveg hvernig það á að vera. Fyrst hélt ég að það gæti innihaldið stórmerkilegar og jafnvel mannbætandi hugrenningar um menn og málefni. En þó það kunni að hljóma furðulega bærast ekki eins stórmerkilegar hugsanir innra með mér og ég hélt. Ég virðist hugsa meira um annars konar hluti eins og apa og hversu gaman væri að hlýða á gormæltan dverg syngja “Nú er frost á Fróni”.
Því datt mér einna helst í huga að þessi síða gæti innihaldið sögur sem þangað til nú hafa einungis verið til í munnlegri geymd. Sögur sem sagðar hafa verið á mannamótum í gegnum tíðina en eiga í hættu að gleymast er fram líða stundir.
Var annars að fylgjast með Íslensku tónlistarverðlaununum í sjómbanum. Muggi var að hamstra verðlaun og er það vel. Hins vegar vöknuðu hjá mér spurningar þegar Helga Ingólfsdóttir semballeikari, fékk verðlaun fyrir ævistarf í þágu íslenskrar tónlistar. Spurningar eins og: Hver er Helga Ingólfsdóttir? Hvað er sembal? Man ekki eftir að hafa heyrt nein ruddaleg sembalsóló í íslenskri tónlist.
Jæja, best að halda áfram að lifa við fáfræði. Hef þó alltaf vini mína apana.
<< Heim