And the team that I play for has god on it’s side
Að horfa á Barcelona spila fótbolta er svolítið eins og að horfa á Omega. Menn gera ekki annað en að benda til himna og signa sig. Það þarf ekki meira til en að fá horn svo að örstutt guðsþjónusta í boði mesta trúboða veraldar, Ronaldinhos, fari í hönd. Kannski ekki skrýtið að liðið sé að rúlla upp spænsku deildinni. Ekki sér maður Beckham, Zidane eða Gravesen biðja um þetta ‘extra effort’ sem Guðsi er að vinna fyrir undir merkjum Barca.
Vitur (og blautur) maður sagði eitt sinn: “Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig”. Mér finnst stundum eins og Ronaldinho sé lifandi sönnun þessarar kenningar. Og það er hreint ekki tilviljun að Ronaldinho er hamingjusamasti maður á jörðinni. Lífsýn hans og tengsl við kallinn uppi á háalofti eiga pottþétt hlut að máli. Megnustu illvirkjar gætu ekki þurrkað sólheimaglottið af honum. Við Íslendingar höfum orð yfir fólk sem er eins jákvætt og hamingjusamt og Ronaldinho. Við köllum það mongólita. Tja, eða jafnvel meðlimi í sértrúarsöfnuði. Segir ýmislegt um okkur Íslendinga en frekar lítið um Ronaldinho.
(Var að spjalla um daginn við strákana sem ég þjálfa og þeir vildu ólmir fræðast meira um mongólita. Einn, sem er kaldhæðinn ári talaði um hversu nettir þeir væru og væri örugglega snilld að vera mongóliti. Annar sagði einlægur, en þó með bros á vör (af því honum fannst mongólitar greinilega fyndnir líka), að það væri örugglega betra að vera heilbrigður. Ég fylgdist föðurlega með eins og hefð er fyrir en hafði nákvæmlega ekkert gáfulegra við þessar umræður að bæta.)
Ég öfunda Ronaldinho smá. Ég öfunda hann samt nákvæmlega ekkert af því að vera eins teknískur og hann er né vegna yfirnáttúrulegs leikskilnings hans. Og ég öfunda hann heldur ekki vegna þess að hann á skítmikið af peningum. Nei, ég öfunda hann vegna þess að hann er alltaf brosandi.
<< Heim