Megi sódavatnið hoppa í hærusekk
Það má alveg troða öllum þessum sódavatnsdrykkjum þangað sem sólin ekki skín. Fyrir það fyrsta finnst mér bragðið af þessu miður gott og hef ég aldrei áttað mig á því hvernig fólk fæst til þess að troða þessu framan í sig. Það er líka alltof góður aðgangur að þessum óskapnaði. Fólk getur keypt þetta bara eins og að drekka vatn. Og er þar komið að kjarna málsins. Af hverju fær fólk sér ekki bara vatn? Af hverju er fólk að borga fúlgur fyrir vatnssopa? Menn auglýsa svona drykki undir þeim formerkjum að þær séu hollir og góðir en hefur fólk aldrei heyrt að vatn er líka hollt og gott? Og ókeypis... ? Þetta er bara dæmi um forheimska neysluhyggju. Fólk kaupir drykk sem hægt er að fá á öllum betri heimilum án endurgjalds.
Nú fer fólk kannski að spá af hverju ég sé svona bitur út í sódavatn. Hvort náinn ættingi minn hafi kannski drukknað í sódavatni einhvern tímann... ? Nei, svo er ekki. Ég hafði bara ekki guðmund um hvað ég ætti að skrifa inn á þetta síðuræksni. Vantar enn svona 25 færslur í viðbót.
<< Heim