Heimspeki dagsins
Opið bréf til Guðs
Sæll kappi, vona að ég sé ekki að trufla.
Bara aðeins að spá. Menn eru alltaf að tala um þetta himnaríki. Að það sé algjör sæla, þú veist, og að það sé draumur að enda þar og svona. Ég hef verið að stúdera þessa pælingu aðeins og er með nokkrar spurningar.
1) Eiga menn ekki örugglega Jethro Tull á vínyl í himnaríki?
2) Eru menn með ostastangir, beikonborgara og franskar eins og maður fær á Pylsubarnum í himnaríki (mínus tómat á borgarann og vel kryddaðar franskar)?
3) Það er hægt að spila FIFA 2004 þarna, er það ekki?
4) Má koma sjálfur með nammi eða pening eða eru einhverjar svoleiðis reglur? Hvernig er t.d. statusinn á Gameboy-spilum? Má ég taka minn með?
Vildi bara vera pottþéttur á þessu því ef þetta er að klikka fer ég ekki hót. Hef heyrt af ströngum reglum hjá ykkur og er hræddur um að þær séu ástæðan fyrir því að miklu færri nenna að kíkja til ykkar. Allavega...
Kveðja,
Krissi
<< Heim