þriðjudagur, mars 15, 2005

Woman is the nigger of the world

Konur hafa lengi verið ráðherrar. Þekki samt enga ráðfrú.

Í tungumálinu eru fullt af karlkynsorðum sem konur þurfa að sætta sig við að nota. Karllægum embættum sem konur þurfa að sætta sig við að gegna. Konur eru leikstjórar, skólastjórar og bæjarstjórar. Og það virðist líka bara vera allt í gúddí með þetta. Konurnar ekkert svo ódælar út af þessu. Við köllum Þorgerði Katrínu ráðherra, Þóreyju Eddu stangarstökkvara og Vigdísi fyrrverandi forseta lýðveldisins. Og ekki kvarta þær, eru yfirleitt bara nokkuð hressar.

Á sama hátt fer fólk í flugvélar sem konur fljúga og þarf þá að kalla þær flugmenn. En ef ég ætla að fá mér bjór í vélinni og sný mér að næstu flugfreyju sem ku vera karlmaður má ekki kalla hann flugfreyju (eins og upprunalega starfsheitið er) heldur flugþjón. Þetta er náttúrulega bara svindl. Næst þegar ég flýg ætla ég að taka upp hanskann fyrir allar konurnar sem þurfa að sætta sig við karllæga titla og segja:
-Jó, flugfreyja! Spá í að fá hjá þér bjór.
-Fyrirgefðu, það er flugþjónn... einn bjór segirðu...
-Segðu flugmanninum það, fröken flugfreyja. Hvað segirðu annars, hefurðu alltaf verið svona mikil kelling, vinkona? Flugþjónn? Hvað ertu á túr? Þú ert helvítis flugfreyja og sem slík legg ég til að þú hættir þessu kellingavæli og náir í bjór handa mér...

...

Og ekki láta mig byrja á karlkyns hjúkrunarkonum...