mánudagur, mars 20, 2006

HM I

Og milljónir manna stóðu skyndilega upp og byrjuðu að fagna, hlæja, fallast í faðma og fella gleðitár.

Fólkið fagnaði ekki því að prinsinn hafði eignast lítinn erfingja. Það fagnaði ekki því að styrjöld væri loksins að enda komin. Það fagnaði ekki því að lækning við krabbameini væri fundin. Það fagnaði ekki áfanga í frelsisbaráttu kúgaðrar þjóðar. Frelsari mannkyns var ekki mættur á svæðið á ný.

Nei. Það var eitthvað miklu ánægjulegra. Kringlótt tuðra hafði lufsast yfir hvíta línu. Mark hafði verið skorað.