sunnudagur, desember 24, 2006

All I want is the truth, just gimme some truth

Hreinskilni er dyggð. Konur vilja hreinskilna menn. Þær segja það oft í blaðaviðtölum og sögðu það oft í Djúpu lauginni (það felst gríðarleg hreinskilni í að viðurkenna að hafa horft á Djúpu laugina).

Hreinskilni maðurinn er hins vegar ekki til. Til að fúnkera dagsdaglega þarf maður að bæla niður tilfinningar. Halda allri hreinskilni í skefjum. Vera kurteis og þolinmóður. Taka tillit til annarra. Passa að ganga ekki of langt. Ekki særa aðra og ekki segja hluti sem koma seinna í bakið á þér. Halda fólki góðu.

Lygar eru hins vegar dagleg rútína hjá okkur öllum. Að segja ekki allan sannleikann nema þegar það hentar. Að segja nákvæmlega það sem veldur ekki leiðindum eða veseni. Þetta fattaði ég í kvöld þegar ég spjallaði við fimm ára mann um jólasveininn. Ég laug fyrst aðeins að honum og svo sagði hann mér af sinni barnslegu einlægni allar lygarnar sem aðrir höfðu sagt honum. Í hreinskilni sagt leið mér mjög illa meðan á þessu stóð.

Ég veit ekki með ykkur en ég er hættur þessu bulli. Héðan af ætla ég að vera hreinskilinn. Hreinskilinn alltaf og allstaðar. Hvergi verður dregið undan. Næsta færsla verður um þegar ég meig undir í september.