Two Princes
“Prince Charming, Prince Charming,
ridicule is nothing to be scared of”
Einn minn eftirlætis æringi og ættingi, Jói Skag, er nýkominn frá Lundúnum. Eins og sannur túristi lét hann götulistamann teikna mynd af sér og spúsu sinni, Bryndísi. Myndin lítur svona út (vona að ég brjóti engin höfundarréttarlög með því að vísa á hana):
Téð mynd
Ef einhverjum þarna úti finnst Jói (sem er til hægri á myndinni) ekki líta nákvæmlega út eins og Prince á þessari mynd mun ég velta mér upp úr tjöru og fiðri og hlaupa um Smáralindina drekkandi hreinsivökva að kvöldi Þorláksmessu.
Að lokum er ef til vill við hæfi að benda á tónlistarsíðu hins íslenska poppprins.
<< Heim