sunnudagur, desember 17, 2006

Drög að stuttmynd

Sem ég lærði síðla kvölds á fjórðu hæð í Árnagarði datt mér í hug handrit að stuttmynd. Söguþráðurinn er eftirfarandi:

1. Eldgamall prófessor drekkur soðið kaffi á skrifstofu fullri af rykföllnum bókum (hann gæti heitið prófessor Bragi Skagalín). Þetta gerist seint um kvöld á fjórðu hæð í Árnagarði..
2. Prófessorinn byrjar skyndilega að fagna, dansa og valhoppa, hleypur fram á gang í leit að fræðakollegum en þeir virðast allir vera farnir heim.
3. Prófessorinn hleypur þá ofsakátur að stigaganginum en rennur til (hugsanlega á axlaböndum sem lafa einkennilega niður) og dettur niður stigann.
4. Prófessorinn liggur á dánarbeðinu og stumrar út í nóttina: “Ég veit... hver skrifaði... Njálu...”.

...

Veit einhver símann hjá Balta?