föstudagur, desember 29, 2006

Állög

“Vertu ekki að plata mig,
þú ert bara að nota mig.”


Í fyrsta lagi er bara alls ekki við hæfi að gefa hugsandi fólki disk með Bó Hallcan í jólagjöf. Ekki undir neinum kringumstæðum.

Í öðru lagi kemur eftirfarandi textabrot fram í laginu ‘Í útvarpinu heyrði lag’ sem einmitt er á plötunni sem Alkanistar gáfu Hafnfirðingum:

“Lá-lá-lá-lá-lá-lá-lá-lá-lá-lá-lá-ú-ú-ú – Twinkle little star”

Ef þetta lag er leikið afturábak heyrist hins vegar:

“Rats elttil elkniwt – ú-ú-ú-ÁL-ÁL-ÁL-ÁL-ÁL-ÁL-ÁL-ÁL-ÁL-ÁL-ÁL”

Rist og Straumsvíkingar mega skammast sín.

...

Ég vil að lokum nota tækifærið og þakka krökkunum á Dominos fyrir fallega jólakveðju. Hrói og Papinos mega stinga sínum pítsum í rassvasann á sér.