föstudagur, desember 29, 2006

Thank you for the music

Á árinu 2006, sem senn er liðið í aldanna skaut og aldrei kemur til baka og sérhver er gengin þess gleði og þraut og það, fór ég á nokkra konserta.

Í júlí sá ég hin skosku undur, Playtones, á skítugum pöbb í Edinborg. Þeir eru sagðir næstu stórstjörnur hálandanna og alveg flennifínir satt að segja.

Í nóvember sá ég hinn vængjaða Sufjan Stevens frá Amerikistan. Hann söng í kirkju og var þrumunettur. Eiginlega kengmagnaður.

Í september sá ég Nick Cave spila í höll. Það var í fyrsta sinn sem ég sá mann með mottu sem hélt kúli fullkomlega. Ótrúlegir tónleikar.

Í maí sá ég Raymond Douglas Davies spila í kvikmyndahúsi. Gaurinn var rugl. Brilleraði með bjánaglottið framan í sér allan tímann. Vel hugsanlega skemmtilegustu tónleikar sem ég hef séð.

Í kvöld fer ég á útgáfutónleika Jóa Skag. Jói er eins konar endastöð á eftirminnilegu tónleikaári, sá ári. Hann er jafnframt eini maðurinn sem getur steypt Ray Davies af stalli sem tónlistarviðburður ársins. Ég bíð spenntur.