föstudagur, janúar 19, 2007

Óbragð á Dominosöld

Við Íslendingar erum steinhættir þrælahaldi. Það eru alveg 177 ár síðan við hjuggum síðasta hausinn af einhverjum (nú stútum við bara mannorði og orðspori með slúðri, svæsnum fréttum og vídjómyndum á netinu). Við erum hætt að éta úr öskum. Ferðumst með flugvélum en ekki knörrum. Búum ekki í moldarkofum heldur stórum, upphituðum íbúðum.

En af einhverjum óskiljanlegum ástæðum étum við enn skemmdan og illa lyktandi mat í janúar og febrúar. Og þó Þorrabjórinn sé bragðmikill lagerbjór með góðri fyllingu er ég enn fokking svangur.