þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Andlegt þróunarland

“Put your hands up in the air,
put your hands up in the air.
Put your hands up in the air,
put your hands up in the air.”


Þegar ég sé myndir af fólki í þriðja heiminum, hungruðu og vesældarlegu, verð ég oft fullur samúðar og líður beinlínis illa yfir hlutskipti þeirra.

Ég veit að það er fordómafullt og ljótt að segja þetta (af mjög mörgum ástæðum) en þessi tilfinning dúkkar einnig upp þegar ég heyri af fólki sem hlustar í alvörunni á Scooter eða viðlíka þriðja flokks tónlistarmenn.