Hinn seinheppni Klemens
Úpps... var næstum búinn að gleyma brandaranum mínum.
Einu sinni var fólk að snæða kvöldverð. Voru þarna hjón og svo góður fjölskylduvinur. Köllum hann Klemens. Skiptir samt engu máli hvað hann heitir. Nema hvað að gaurinn hét Klemens. Fólkið var uppstrílað og virðulegt og var sennilega að éta pekingönd með mikilli sósu þegar eiginmaðurinn ákvað að rjúfa þögnina, brjóta ísinn og koma í veg fyrir vandræðalegheit:
-Tja, ég var nú að lesa ansi merkilega grein í New York Times hér. Fjallaði um trjáriðla. Menn sem fá heilmikið kynferðislega út úr því að þjösnast á trjám í frístundum.
Segir nú fjölskylduvinurinn Klemens eftir langa leit að sómasamlegum viðbrögðum:
-Já... Betri eru nú trjáriðlar en náriðlar!
Við þetta tilsvar stendur eiginkonan upp og fer hin reiðasta í fússi. Hverfur á brott með tilheyrandi fussi og sveii. Segir þá eiginmaðurinn með fyrirlitningu:
-Klemens, djöfull geturðu verið ónærgætinn. Pabbi hennar var náriðill...
...
Þetta er víst eini brandarinn sem ég kann enda bjó ég hann til sjálfur fyrir mörgum árum síðan.
<< Heim