Need a little time to wake up, wake up
“When I look so far away
Please don't wake me from my daze
I'm just wondering who I could be
If I lived inside my dreams
I could be a king or a football star
Drive around in a big sports car
An astronaut or a millionaire
I could do anything or go anywhere”
R.D. Davies
Á morgnana manar maður sig út í kuldann, fer í vinnu eða skóla, stritar, lærir, les, borðar, vinnur. Á kvöldin er maður yfirleitt kominn heim, fær sér sæti og slekkur á sjálfum sér um leið og maður kveikir á sjónvarpinu. Svo sækir höfginn á mann og svefninn tekur við. Maður festir blund, dreymir, svífur langt yfir hinu jarðbundna, langt yfir flatneskjulegum hversdagsleika. Breytist í allt, ekkert og ýmislegt þar á milli. Allt þar til flautan gellur í raunheimum og maður þarf að vakna.
Eða vaknar maður? Gæti verið að þá fyrst sofni maður? Þegar maður skríður úrillur og óvær fram úr rúmi eftir óvænt ævintýri nætursvefns, alveg að fara að takast á við hluti sem maður hefur tekist á við þúsund sinnum áður? Gæti verið að þá fyrst sé maður sofandi?
Hvernig get ég réttlætt fyrir sjálfum mér að hætta að dreyma gallsúra, geðfatlaða en frábæra drauma í rúminu mínu svo ég geti farið út í frostið og ferðast inn í höfuðborg til þess að læra um forníslenskar orðmyndir?
...
Jæja, vika 1267 nýhafin og enginn tími fyrir hugsanir. Ætla út í kuldann. Búrr.
<< Heim